þriðjudagur, júní 24, 2003
Ég kom gamla blogginu mínu í gang. Jibbí!!!
Það er hér!
Á einni sekúndu breytast öll lungu manna þannig að það lokast fyrir pípuna að ofan og önnur pípa vex niður og tengist endaþarminum. Allt mannkyn andar með rassgatinu. Allir í sundi drukkna samstundir því engum dettur í hug að stinga rassgatinu uppúr til að anda og þó menn uppgötvi það þá er það hægara sagt en gert. Þeir sem eru í þykkum fötum kafna og þeir sem eftir lifa skeina sér miklu betur framvegis og troða smint upp í boruna til að vera ekki alltaf hóstandi og við það að æla út af skítalyktinni. Ég er í fokking fúlu skapi í dag. Fór til tannsa og var með skemmd, hann lagaði hana án þess að ég fyndi fyrir því. Ég var of dofinn, kannski vegna þess að ég var deyfður eða vegna þess að ég er í hundfúlu skapi.
Ég er reiður, ég hata og ég er fokking pirraður. Ég er að spá í að skrifa bók sem heitir "Fokka þú þér Mikki frændi ég get líka verið bitur út í heiminn!" en það er alltof mikið vesen og Mikki kemur þessu máli ekkert við. Djöfull vantar þessa staði sem Japanir eru með þar sem þú borgar billjón og ferð inn í herbergi og mátt....átt að mölva allt sem er þar inni. Þar er fullt af vösum og glerdrasli auk húsgagna sem er líka gaman að mölva.
Er einhver ástæða fyrir þessu skapi mínu? Hverjum er ekki sama?
Ég er farinn að borða viðbjóðslegan mat í viðbjóðslega mötuneytinu uppi. Ég er maur!
mánudagur, júní 23, 2003
Hver vill stofna veiðiklúbb með mér?
Smelltu hér!
Teljarinn á gömlu síðunni minni er í 14.585 og nýja síðan mín með 80. Það er ekki eins kúl, spurning um að leggja hina töluna við þessa? Nei það verður bara gaman að ná 10.000 aftur og nú án þess að spama vini mína með óþolandi pósti. Ég er búinn að fylla nokkur hólfin af þessum leiðinda pósti og gera nokkra alveg brjálaða. En það er líka gaman að koma blóðinu á hreyfingu hjá góðum vinum.
Enginn er að hafa fyrir því að leiðrétta linkana á mig þannig að sennilega er enginn að lesa það sem ég er að segja. Ég gæti t.d. kjaftað frá kynórum mínum eða einhverjum atvikum í lífi mínu sem ég er ekki stoltur af eða var niðurlægður á einhvern hátt. En ég fer ekki að gera það múhahahahaha fíflið þitt mar, farinn að slefa af spenningi. Djöfulsins asni mar, ég hélt við værum vinir!!!
Jamm og jæja ég þori ekki að segja söguna af morgungaurnum, Signý drepur mig. Þannig að ég sleppi því að sinni og skelli henni kannski seinna inn.
Friður úti!
föstudagur, júní 20, 2003
Nú er ég í fyrsta sinn (að mig minnir) heima með veiku barni og þess vegna ekki í vinnunni. Það er merkilegt hvað maður verður virkilega var við það hver maður er í lífi þessarar litlu manneskju þegar hún er veik. Dagurinn minn hefur verið þannig að ég hef ekki getað hreyft mig í allan dag. Þ.e.a.s. ekki án þess að hafa dóttur mína í fanginu. Um leið og ég læt hana á gólfið til að leika sér eða í rúmið hennar til að sofa þá byrjar hún að grenja og vill bara sofa í fanginu á mér. Ég er margbúinn að reyna að standa upp úr stólnum, sem ég er búinn að sitja í, án þess að vekja hana en hún rumskar alltaf.
En ástæðan fyrir því að ég er að blogga núna er að mér tókst að koma stelpunni í rúmið án þess að hún rumskaði. Ég er að segja ykkur það ég hefði getað veitt antilópu með því að læðast aftan að henni jafnvarlega og ég læddist áðan. Þvílík var snilldin hjá mér.
Ég ætla að láta þetta duga í dag, hún gæti vaknað á hverri stundu og ég ætla að ná að borða eitthvað.
fimmtudagur, júní 19, 2003
Þið kannist við "Hvar er Vallibækurnar" er það ekki? Tékk it! Gargandi snilld!
Haldiði að ég hafi ekki bara gleymt að blogga í gær! Þetta gengur ekki Sigurgeir það má ekki vanrækja lesendur þína svona!!! En ég er þá bara með meira kjöt á beinunum sem ég hendi í ykkur í dag.
Ég var í gær kjörinn varaformaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks og það er æðislega frábært....vona ég. Æi ég byrja á byrjuninni. Í gær mætti ég í vinnuna sem er ekkert merkilegt og svo fór ég beint í skólann sem er heldur ekki merkilegt en beint eftir það fór ég á fund sem er merkilegt! Þar var Eggert Baldvinsson kjörinn formaður og ég varaformaður og svo voru einhverjir 7 aðrir kjörnir í stjórn en það er aukaatriði. Aðalatriðið er að ég er varaformaður ef það hefur ekki komið áður fram. Ég er spenntur fyrir tímabilinum en samt smeykur því reynslan mín af svona störfum er vægast sagt hroðaleg. Svona djobb eru vanþakklátustu djobb í heimi. Lítur kannski vel út á ferilskrá múha!
Nú svo lenti ég í athyglisverðum umræðum í skólanum í gær sem kom mér í heimspekigírinn. Það var verið að tala um þrepasönnun og kennarinn var með sönnun sem mér fannst vera á þessa leið (mín útgáfa nota bene) Bíllinn er blár vegna þess að ef bíllinn væri öðruvísi á litinn en blár, þá væri hann ekki blár. Mér fannst þetta hljóma svona hjá kennaranum en hvað veit ég, ég er bara lúði sem er að læra þarna. En í kjölfarið komu skemmtilegar pælingar hjá mér sem koma náminu ekkert við. T.d. bíllinn minn er blár, svo kemur fugl og skítur á hann. Er bíllinn ennþá blár? Svo kom önnur pæling í hádegismatnum áðan en þá spurði vinnufélagi minn hvort bíllinn minn væri blár ef ég breiddi yfir hann og ég sagði náttúrulega nei. Ef við gefum okkur það að yfirbreiðslan komi í veg fyrir að ljós skíni í gegn og litur er endurvarp ljóss, þá er bíllinn ekkert á litinn meðan ljós nær ekki að skína á hann. Ergó hann er ekki blár meðan breitt er yfir hann. En svo er það bara heppni að hann verður aftur blár þegar yfirbreiðslan er tekin af honum.
þriðjudagur, júní 17, 2003
Gleðilegan lýðveldisdag börnin mín!!!
mánudagur, júní 16, 2003
Ég vil minna fólk, sem er með hlekki á mig, á að breyta þeim þannig að þeir bendi á þessa síðu en ekki gömlu síðuna mína.
Takk elskurnar mínar.
Hva teljarinn bara hrökk í gang eins og hrökkbrauð!
Jæja ég færi mig hingað.
Sigurgeir.blogspot.com er dautt og kvikmyndagetraunin, 1-10 dagsins og allt það drasl er dautt. Ég ætla að breyta blogginu mínu frá a-ö og hananú. Nýtt útlit kemur þegar ég nenni því og nýjir leikir og skemmtilegheit ef ég er í stuði. Annars ætla ég bara að tuða um allt milli himins og jarðar.
Svo set ég link á wordskjal hérna einhversstaðar og inni í því verður textinn úr gamlablogginu mínu bara ef einhver saknar þess og vill rifja upp gamla og góða tíma.
Þetta var líka orðið of mikið batterí fyrir mig. Tók hálfan vinnudaginn minn að setja þetta allt upp og svona. Yfirmaðurinn minn var farinn að kvarta en hann er í fríi í dag og getur því ekkert sagt múhahahahahaha.
Jæja hvað gerði ég um helgina hmmmmmm já klikkaði á 5 partýum hvorki meira né minna. Fyrst var vinnupartý með massagóðum mat og ég gat notað tækifærið og skipað yfirmanni mínum fyrir. Hann var að grilla og auðvitað varð ég að vera með sérþarfir með steikina mína. Ég bað ekki um mikið, bara að hún væri fullkomin. Ég verð að gefa honum kredit fyrir að hann komst helvíti nálægt því en ekki segja honum frá því. Ég verð að njóta þess að tuða aðeins í honum. Nú svo bara stungu allir ungu strákarnir af úr teitinu og skildu mig eftir. Ég veit ekki hvort ég eigi að taka það persónulega en þegar verið var að leita að disknum "Svona var það á Sigló" þá ákvað ég að stinga af. Ég sannfærði blindfullann mann um að skutla mér heim og hann sagði að það væri ekkert mál. Það var verið að grafa skurð fyrir aftan jeppann hans og því þurftum við að taka góða vinkilbeygju til að hitta á stálplötu sem hafði verið lögð yfir skurðinn. Ég sagði að ef hann hitti og kæmi okkur yfir þá myndi ég sitja í með honum heim. Hann náði þessu með stakri snilld og því verð ég að álikta að hann hafi verið að ljúga um ástand sitt. Enda keyrði hann heim án áfalla eða gróðurskemmda. Nú svo var veisla daginn eftir sem ég mætti í og borðaði kökur en gat bara stoppað í klukkutíma því ég var að fara í mat til mömmu. Þannig að ég beilaði úr þeirri veislu líka en þetta var útskriftarveisla Rósu. Seinna um kvöldið átti svo að vera fylleríspartý fyrir ungafólkið en þá fékk Signý svakalegt mígreni og við lögðum ekki í þetta partý þó ég hefði boðist til að redda henni höfuðverkjarkannabis sem mér skilst að sé til út um allt. Nú daginn eftir þá er Signý ennþá með mígreni og vill ekki að ég reddi höfuðverkjarkannabis vegna þess að Salný Kaja er ennþá á brjósti....dööö eins og það skipti eitthvað máli!! En þá byrja ég að fresta tveimur partýum sem við höfðum ákveðið að halda Salnýju Kaju til heiðurs en hún varð 1. árs 11. júní. Fyrra partýið var fyrir börn og foreldra þeirra en seinna partýið átti að vera fyrir þá sem þekkja okkur en vilja halda geðheilsu sinni og vilja þá helst ekki mæta í partý með 10.000,- öskrandi börnum. Allt þetta verður fært fram á næstu helgi en um átta leitið hrökk Signý við og sagðist hafa gleymt að láta eina vinkonu sína vita að partýið væri ekki og við vorum því stödd hjá tengdó. Hún hafði þá verið í klukkutíma með nágranna mínum Eiði Smára að lemja á dyrnar, grenjandi "látið ekki svona okkur var boðið, leyfið okkur að vera með!!" nei djók hún var bara heima hjá sér hundfúl yfir að hafa ruglast á dögum. En Signý útskýrði allt og stúlkan gat tekið gleði sína á ný. Svo í gær þá var tengdapabbi með leikfang á leigu....afsakið beltaskurðgröfu á leigu og ég kom í heimsókn til að leika...afsakið vinna í garðinum með honum. Eftir afkastamikinn vinnudag...eða svona undir lok hans þá gerðist hið hefðbundna slys sem verður alltaf að gerast þegar maður er að leika sér með öflug tæki...afsakið að vinna með afkastamikil vinnutól. Ég var að rembast við að ná stórum steini í skófluna þegar Kolbjörn reyndi að spyrna honum inn í skófluna, það gekk vel hjá honum en þegar ég ætlaði að halla skóflunni þannig að steinninn ylti ekki úr henni aftur þá bara lokaði ég henni og klemmdi Kolbjörn á glæsilegan hátt. Eftir nokkur vel valin blótsyrði sleppti ég honum og hann hoppaði sæll um garðinn á annarri löpp eins og belja að vori til. Nú þá vildi svo skemmtilega til að hjúkkan Kaja kom í heimsókn og vafði fótinn í klaka og mælti með að hann færi í myndatöku. Ég veit ekki hvort hann sé brotinn en það er alveg eins líklegt, samt er góður séns að þetta sé bara flott mar. Ég held að ef hann verður svona lengi þá sé ég búinn að eyðileggja ökunámið hans en hann kom í bæinn til að læra á bíl og eins og aðrir draumar manna þá hverfa þeir á svipstundu ef maður er nálægt vökvapressu. Ég reddaði honum hækjum sem ég keypti þegar á brotnaði í annað eða þriðja sinnið á löpp. En það var farið að borga sig fyrir mig að eiga hækjur í stað þess að vera alltaf að leigja þær. Jamm ég er hrakfallabálkur!
Þetta var helgin mín, hvernig var þín?
föstudagur, júní 13, 2003
Nú er spurning um það hvort ég geti náð póstunum mínum af gamla blogginu og importað þeim hingað???
|